Tottenham er langt á eftir öðrum stórliðum í ensku úrvalsdeildinni að sögn fyrrum enska landsliðsmannsins Ashley Cole.
Cole ræddi stöðu Tottenham í samtali við Sky Sports og Antonio Conte sem er stjóri liðsins. Conte var áður stjóri Chelsea og vann þar meistaratitilinn.
Cole bendir á að Conte muni þurfa tíma til að koma sínum áherslum af stað og að Tottenham sé einnig langt á eftir Arsenal sem hefur verið á mikilli uppleið undanfarið.
Tottenham er þrátt fyrir það aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal en liðin sitja í fjórða og sjötta sæti.
„Einstaklingslega séð þá eru þeir fyrir aftan Chelsea. Conte vill fá þolinmæði og tíma eins og allir þjálfarar. Ef Tottenham vill ná því besta úr Conte þá verður hann að fá tíma og tækifæri. Hann fékk það hjá Chelsea og náði árangri," sagði Cole.
„Ég veit ekki hvort hann geti gert það hjá Tottenham en hann þarf tíma. Þeir eru ekki í sama gæðaflokki og Chelsea, Liverpool, Manchester City eða Arsenal."
Athugasemdir