Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 07. febrúar 2020 15:01
Elvar Geir Magnússon
Athugasemdir gerðar við fjölgunartillögu í Pepsi Max
Verða fjórtán lið í Pepsi Max-deildinni 2021?
Verða fjórtán lið í Pepsi Max-deildinni 2021?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA leggur fram þá tillögu að fjölga liðum í efstu deild karla svo þau verði fjórtán á næsta ári. Í dag eru tólf lið í deildinni.

Skiptar skoðanir eru á þessari tillögu en hún verður tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í þessum mánuði.

Athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna, meðal annars frá fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ.

Nefndin segir að engar fjárhagslegar forsendur fylgja tillögunni né hvaða áhrif þær gætu haft á fjárhag og mannafla sambandsins. Þessar umfangsmiklu breytingar þurfi að skoða betur.

„Nefndin getur því ekki mælt með tillögunni í núverandi formi," segir í athugasemdum nefndarinnar.

Mótanefnd KSÍ gerir einnig athugasemd við fjölgunartillöguna og telur að það þurfi að ræða aðra hluti sem tengjast henni. Þar er talað um fjölgun leikja og lengingar keppnistímabilsins svo sem; mannvirkjamál m.t.t. leyfiskerfisins, dómaramál, kostnaðaraukningu og ýmis önnur mál.

Fyrir áramót var settur á laggirnar serstakur starfshópur KSÍ um mögulega lengingu Íslandsmótsins. Afstaða starfshópsins til þessarar tillögu Skagamanna verður lögð fyrir stjórn KSÍ á næsta
stjórnarfundi KSÍ þann 12. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner