Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. febrúar 2021 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni og Margrét: Skiptingar Klopp voru ótímabærar
Mynd: Getty Images
Tvöföld skipting Jurgen Klopp á 68. mínútu, í leik Liverpool og Manchester City í dag, var til umræðu í Vellinum á Síminn Sport.

Klopp tók þá Thiago Alcantara og Curtis Jones af velli fyrir þá Xherdan Shaqiri og James Milner í stöðunni 1-1, fimm mínútum eftir að Mo Salah hafði jafnað leikinn. City endaði með því að sigra leikinn 1-4 og er með gott forskot á toppi deildarinnar.

Þau Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar hjá Tómasi Þór Þórðarsyni í þættinum.

„Þetta var væntanlega eitthvað tengt 'fitness levelinu' hjá Thiago og Curtis Jones. Klopp fannst þeir væntanlega vera orðnir þreyttir eða eitthvað. En á þessum tímapunkti fannst mér Liverpool vera í ágætis jafnvægi, búnir að jafna leikin og fannst þetta dálítið ótímabær skipting hjá Jurgen Klopp, á þessum tímapunkti," sagði Bjarni Þór. „Þeir sem koma inn á finnst mér vera dálítið að ströggla að undanförnu og ég var ekki alveg að ná þessu."

„Ég er algjörlega sammála þessu og þú ert svolítið að taka hjartað úr leiknum. Þú tekur út tvo miðjumenn sem eru yfirleitt mikilvægustu stöðurnar til að halda jafnvægi í leik liðsins. Liverpool er búið að jafna leikinn og flest lið fara að skjálfa á beinunum þegar Liverpool er búið að jafna gegn þér en einhvern veginn fannst mér þetta taka svolítið broddinn úr þeim. Alltof snemma, því miður fyrir Liverpool,"
sagði Margrét Lára.

Hlusta má á umræðuna hér að neðan.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner