Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 07. febrúar 2021 13:58
Victor Pálsson
Robben íhugar að hætta í annað sinn
Arjen Robben, fyrrum leikmaður Real Madrid og Bayern Munchen, íhugar nú að leggja skóna á hilluna í annað sinn.

Robben ákvað óvænt að taka fram skóna á þessu tímabili og leikur með uppeldisfélagi sínu Groningen í Hollandi.

Meiðsli hafa þó verið leikmanninum erfið sem lagði fyrst skóna á hilluna árið 2019 eftir langa dvöl hjá Bayern.

Robben staðfesti það í samtali við heimasíðu Groningen að hann þyrfti nú að taka erfiða ákvörðun vegna meiðsla.

Hollendingurinn hefur aðeins komið tvisvar við sögu á tímabilinu og hefur verið meiddur síðan í október.

Robben er 37 ára gamall í dag og segist reyna allt til að koma sér aftur í stand.
Athugasemdir
banner