sun 07. febrúar 2021 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sigurganga Barcelona heldur áfram
Portúgalski kantmaðurinn Francisco Trincao var hetja Barcelona í kvöld.
Portúgalski kantmaðurinn Francisco Trincao var hetja Barcelona í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sigurganga Barcelona heldur áfram. Börsungar heimsóttu Real Betis í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona spilaði ekki vel í fyrri hálfleiknum og lenti 1-0 undir á 38. mínútu þegar Borja Iglesias skoraði. Betis leiddi þegar flautað var til hálfleiks.

Eftir tæplega klukkutíma leik jafnaði Barcelona og auðvitað var það Lionel Messi sem skoraði. Barcelona tók svo forystuna þegar Victor Ruiz skoraði sjálfsmark en hann átti eftir að bæta upp fyrir það með því að skora í rétt mark stuttu síðar.

Það var hins vegar ekki síðasta mark leiksins því Portúgalinn Francisco Trincao skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið á 87. mínútu leiksins með góðu skoti í teignum. Hans fyrsta mark fyrir félagið

Sigur Barcelona staðreynd og er liðið núna komið upp fyrir Real Madrid í öðru sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 43 stig. Barcelona er búið að vinna sex leiki í röð. Betis er í sjöunda sæti.

Þá vann Osasuna góðan sigur á Eibar. Ante Budimir skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Osasuna er í 15. sæti og Eibar í því sautjánda.

Betis 2 - 3 Barcelona
1-0 Borja Iglesias ('38 )
1-1 Lionel Andres Messi ('59 )
1-2 Victor Ruiz ('68 , own goal)
2-2 Victor Ruiz ('75 )
2-3 Francisco Trincao ('87 )

Osasuna 2 - 1 Eibar
1-0 Jonathan Calleri ('18 )
1-1 Kike ('44 )
2-1 Ante Budimir ('86 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Fyrsti deildarsigur Sociedad á árinu
Athugasemdir
banner
banner
banner