Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   þri 07. febrúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Man Utd við Dalot komnar vel á veg
Vonir Barcelona um að fá portúgalska bakvörðinn Diogo Dalot eru nánast að engu orðnar en hann er sagður vera kominn vel á veg í viðræðum við Manchester United um fimm ára samning.

Núgildandi samningur Dalor átti að renna út í sumar áður en United virkjaði tólf mánaða framlengingu í sumar og batt hann til 2024.

Dalot hefur leikið vel undir stjórn Erik ten Hag og er sagður elska að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Dalot staðfesti í síðasta mánuði að hann væri í viðræðum um nýjan samning.

„Ég elska félagið og elska að spila fyrir það. Við erum að þróast í rétta átt sem lið," sagði hinn 23 ára gamli Dalot sem var á bekknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi en hann er að snúa til baka eftir meiðsli aftan í læri.

Dalot kom til United frá Porto 2017.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir