Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Nistelrooy: Ekki Fergie tími heldur rangstöðutími
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, var að vonum svekktur eftir ótrúlegar senur á Old Trafford í kvöld.

Leicester var með forystuna í hálfleik en Harry Maguire tryggði Man Utd sigurinn á lokasekúndunum eftir að Joshua Zirkzee hafði jafnað metin.

Það er ljóst að Maguire var í rangstöðu þegar hann skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Bruno Fernandes. Ekki er notast við VAR á þessu stigi bikarkeppninnar.

Van Nistelrooy spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá United á sínum tíma en United liðið var þekkt fyrir að skora sigurmörk á lokasekúndum leikja, það var farið að kalla það Fergie tímann (e. Fergie Time).

Van Nistelrooy vitnaði í það í viðtali eftir leikinn í kvöld.

„Við töpuðum ekki í Fergie tímanum, við töpuðum í rangstöðutímanum," sagði Van NIstelrooy.

„VAR getur skorið úr um nokkra sentimetra. Þetta var hálfur metri. Það er erfitt að taka þessu því við áttum skilið að fara í framlenginu."
Athugasemdir
banner