Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire var rangstæður þegar hann skoraði - „Aðstoðardómarinn verður að sjá þetta"
Mynd: Getty Images
Manchester United komst áfram í enska bikarnum eftir dramatískan sigur á Leicester í kvöld.

Liðið spilaði alls ekki vel í fyrri hálfleik og Leicester var verðskuldað með forystuna. Alejandro Garnacho kom inn á í hálfleik fyrir Patrick Dorgu og kom með mikið líf í leikinn fyrir United.

Hann var nálægt því að skora en stuttu síðar átti hann stórann þátt í því þegar Joshua Zirkzee jafnaði metin. Það var síðan Harry Maguire sem tryggði sigurinn gegn gömlu félögunum þegar hann skallaði boltann í netið í uppbótatíma.

Það er ekki notast við VAR á þessu stigi í enska bikarnum en það er nokkuð ljóst að Maguire var rangstæður en aðstoðardómarinn sá ekkert athugavert við þetta og markið fékk að standa.

„Markmaðurinn ætti klárlega að segja eitthvað en aðstoðardómarinn verður að sjá þetta, þetta er slæm ákvörðun. United slapp vel," sagði Roy Keane, sérfræðingur á Sky Sports.




Athugasemdir
banner
banner
banner