Manchester United komst áfram í enska bikarnum eftir dramatískan sigur á Leicester í kvöld.
Liðið spilaði alls ekki vel í fyrri hálfleik og Leicester var verðskuldað með forystuna. Alejandro Garnacho kom inn á í hálfleik fyrir Patrick Dorgu og kom með mikið líf í leikinn fyrir United.
Liðið spilaði alls ekki vel í fyrri hálfleik og Leicester var verðskuldað með forystuna. Alejandro Garnacho kom inn á í hálfleik fyrir Patrick Dorgu og kom með mikið líf í leikinn fyrir United.
Hann var nálægt því að skora en stuttu síðar átti hann stórann þátt í því þegar Joshua Zirkzee jafnaði metin. Það var síðan Harry Maguire sem tryggði sigurinn gegn gömlu félögunum þegar hann skallaði boltann í netið í uppbótatíma.
Það er ekki notast við VAR á þessu stigi í enska bikarnum en það er nokkuð ljóst að Maguire var rangstæður en aðstoðardómarinn sá ekkert athugavert við þetta og markið fékk að standa.
„Markmaðurinn ætti klárlega að segja eitthvað en aðstoðardómarinn verður að sjá þetta, þetta er slæm ákvörðun. United slapp vel," sagði Roy Keane, sérfræðingur á Sky Sports.
Yes.
— Has the Referee or VAR made a poor decision? (@PoorEPLreferees) February 7, 2025
I'm sorry but how has the linesman not been able to lift his flag up for Maguire's goal when there were FOUR United players in an offside position. He's literally in line with them as the free kick is taken as well. pic.twitter.com/DCE3x2ERyk
MAGUUUUIIRRRREEEEE!!!
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 7, 2025
Harry Maguire wins it at the death for @ManUtd to send them through to fifth round ????#EmiratesFACup pic.twitter.com/kQscbRHnjw
Athugasemdir