Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 07. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvorugur aðilinn vill gera nýjan samning
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Pochettino er orðaður við endurkomu.
Pochettino er orðaður við endurkomu.
Mynd: EPA
Antonio Conte er mættur aftur til starfa og verður á hliðarlínunni er Tottenham mætir AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld.

Conte hefur verið fjarverandi síðustu leiki en hann hefur verið að jafna sig eftir gallblöðrutöku.

Það er möguleiki á að leikurinn á morgun verði síðasti leikur Conte með Tottenham í Meistaradeildinni. Spurs er 1-0 undir eftir fyrri leikinn og samningur Conte rennur út eftir leiktíðina.

Samkvæmt The Athletic er allt sem bendir til þess að samstarfið á milli Conte og Tottenham muni enda eftir leiktíðina. Hvorugur aðili vill gera nýjan samning á þessum tímapunkti. Það er ákvæði í núgildandi samningi að Spurs geti framlengt um eitt ár, en félagið ætlar ekki að halda Ítalanum gegn hans vilja.

„Tilfinningin á meðal leikmanna er sú að hann verði farinn í sumar. Sumir munu sakna hans en margir munu ekki gera það, enda orðnir þreyttir á ákefðinni sem fylgir honum, æfingunum og nálgun hans á leiknum," segir í grein The Athletic.

Conte er mikill sigurvegari en hann er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að snúa aftur til Ítalíu til að vera nær fjölskyldu sinni.

En hver gæti tekið við Tottenham?

Mauricio Pochettino er orðaður við endurkomu og þá er Thomas Tuchel áhugaverður kostur. Tuchel gæti orðið enn einn stjórinn til að stýra Chelsea og svo Tottenham í kjölfarið. Aðrir kostir eru jafnvel Roberto De Zerbi, Thomas Frank og Steve Cooper.

Tottenham er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner