Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 07. mars 2024 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar sannfærandi gegn Keflvíkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Keflavík
1-0 Kristinn Jónsson ('11)
2-0 Kristófer Ingi Kristinsson ('31)
3-0 Eyþór Aron Wöhler ('55)
4-0 Tómas Orri Róbertsson ('84)

Breiðablik og Keflavík áttust við í lokaumferð í riðlakeppni A-deildar Lengjubikarsins í kvöld og var toppsæti riðilsins í húfi.

Það voru heimamenn í Kópavogi sem sköruðu framúr og unnu þægilegan sigur með fjögurra marka mun. Þeir tryggðu sér þar með toppsæti riðilsins þar sem þeir ljúka riðlakeppninni með tíu stig eftir fimm umferðir.

Kristinn Jónsson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik áður en Eyþór Aron Wöhler og Tómas Orri Róbertsson gerðu út um viðureignina eftir leikhlé.

Blikar eru með afar sterkt lið í ár og verður afar áhugavert að fylgjast með toppbaráttu Íslandsmótsins.

Keflavík endar með 8 stig eftir 5 umferðir, í fjórða sæti riðilsins eftir Breiðabliki, Grindavík og FH.
Athugasemdir
banner
banner