Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. maí 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað næst fyrir Chiellini?
Chiellini er goðsögn hjá Juventus.
Chiellini er goðsögn hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini er að öllum líkindum að leika sitt síðasta tímabil með ítalska félaginu Juventus.

Það verða stór kaflaskil í sumar ef Chiellini ákveður að róa á önnur mið, eins og allt bendir til. Hann er nefnilega búinn að spila með Juventus frá 2004 og er goðsögn hjá félaginu.

Chiellini er orðinn 37 ára gamall og er ekki lengur upp á sitt allra besta. Hann mun þó ekki leggja skóna á hilluna í sumar.

Samkvæmt heimildum Goal er leikmaðurinn spenntur fyrir þeirri tilhugsun að fara í MLS-deildina í Norður-Ameríku og prófa að spila þar - í annarri heimsálfu - áður en ferlinum lýkur.

Chiellini er með samning við Juventus til 2023 en hann er að skoða það að enda þann samning einu ári fyrr.
Athugasemdir
banner
banner