Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. júní 2022 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Þýskalands og Englands: Havertz og Kane leiða línurnar
Tólf breytingar
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Þýskaland tekur á móti Englandi í hörkuslag í Þjóðadeildinni. Þjóðverjar gerðu jafntefli við Ítalíu í fyrstu umferð um helgina á meðan Englendingar töpuðu óvænt gegn Ungverjum.


Hansi Flick, landsliðsþjálfari Þjóðverja, gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu sem gerði jafntefli við Ítalíu. Manuel Neuer, Antonio Rüdiger, Joshua Kimmich og Thomas Müller halda byrjunarliðssætum sínum.

Kai Havertz spilar í fremstu víglínu með Jamal Musiala og David Raum sér til aðstoðar auk Müller.

Gareth Southgate gerir fimm breytingar frá tapinu í Ungverjalandi og gæti breytt um uppstillingu eftir að hafa notað þriggja manna varnarlínu gegn Ungverjum.

Harry Kane og Mason Mount halda sínum sætum í sóknarlínunni og bætast Raheem Sterling og Bukayo Saka við.

Declan Rice heldur sínu sæti og fær Kalvin Phillips með sér á miðjuna og þá eru Kyle Walker og Harry Maguire áfram í varnarlínunni.

Kieran Trippier og John Stones, sem voru ekki með gegn Ungverjum, koma inn í vörnina.

Þýskaland: Neuer, Schlotterbeck, Rudiger, Klostermann, Hofmann, Gundogan, Kimmich, Raum, Muller, Musiala, Havertz.
Varamenn: Trapp, Baumann, Stach, Kehrer, Goretzka, Werner, Gnabry, Nmecha, Sule, Henrichs, Sane, Brandt.

England: Pickford, Trippier, Walker, Maguire, Stones, Phillips, Rice, Saka, Mount, Sterling, Kane
Varamenn: Pope, Ramsdale, Justin, Coady, James, Grealish, Ward-Prowse, Gallagher, Bowen, Bellingham Abraham


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner