Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júní 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Milan býður í Florenzi - Botman þokast nær
Mynd: Heimasíða Milan
Mynd: Getty Images

Ítalíumeistarar AC Milan eru búnir að bjóða í Alessandro Florenzi, hægri bakvörð AS Roma sem spilaði að láni hjá Milan á síðustu leiktíð.


Florenzi er 31 árs og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. 

Florenzi, sem getur einnig spilað á hægri kanti, býr yfir mikilli reynslu. Hann á 280 leiki að baki fyrir Roma, 36 fyrir PSG og þá varð hann Evrópumeistari með ítalska landsliðinu í fyrra.

Milan getur keypt Florenzi fyrir 4,5 milljónir evra vegna ákvæðis í lánssamningnum en vill ekki borga svo mikið fyrir leikmanninn. Þess í stað bauð félagið 2,5 milljónir fyrir hann og er í viðræðum við Roma.

Þá er hollenski varnarmaðurinn Sven Botman vongóður um að ganga í raðir Milan, þar sem hann væri í samkeppni við Fikayo Tomori og Pierre Kalulu um sæti í byrjunarliðinu.

Botman er 22 ára og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Lille, sem vill 50 milljónir evra fyrir hann. Það gæti reynst alltof mikið fyrir Milan.

„AC Milan? Við erum að vinna í því. Það er erfitt fyrir mig að hugsa ekki um félagaskiptin því ég er alltaf að heyra eitthvað um þau á hverjum degi," sagði Botman.

„Hjólin eru að snúast og vonandi kemur meira í ljós fyrir undirbúningstímabilið."



Athugasemdir
banner