Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. júní 2023 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Myndir frá æfingu - Sonur handboltagoðsagnar æfir með landsliðinu
Icelandair
Lúkas á æfingunni í dag.
Lúkas á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert er mættur aftur.
Albert er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag en framundan eru mikilvægir leikir gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM:

Það eru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Norðmannsins Age Hareide sem tók við liðinu í apríl síðastliðnum.

Hópurinn var tilkynntur í gær og eru flestir leikmenn liðsins komnir saman í Reykjavík, en þó vantar enn nokkra. Það vantar til dæmis Guðlaug Victor Pálsson sem er að koma frá Bandaríkjunum og tvo af markvörðum liðsins, Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson.

Hægt er að skoða hópinn í heild sinni með því að smella hérna

Þar sem tveir markverðir eru fjarverandi þá var hóað í annan markvörð á æfingu í dag og í gær. Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður Hoffenheim í Þýskalandi, er með hópnum en hann er hluti af U19 landsliðinu.

Foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal en þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Andri Fannar Baldursson og Kolbeinn Birgir Finnsson æfðu einnig með hópnum í dag en nýi landsliðsþjálfarinn er að skoða þá með hópnum.

Þá mátti sjá Albert Guðmundsson á æfingu í dag en hann er mættur aftur í landsliðshópinn eftir árs fjarveru.

Hafliði Breiðfjörð var auðvitað staddur á æfingunni í dag og tók ljósmyndir sem hægt er að skoða fyrir neðan í þessari frétt.

Sjá einnig:
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Sævar léttur: Ætli maður veiti ekki gamla manninum samkeppni?
Aron Einar: Gott að vera loksins kominn heim
Athugasemdir
banner
banner
banner