Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 07. júní 2023 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sævar léttur: Ætli maður veiti ekki gamla manninum samkeppni?
Icelandair
Sævar á æfingunni í dag.
Sævar á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars hjá Lyngby.
Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars hjá Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég jafnaði mig að mestu leyti svona í gær," sagði Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby í Danmörku, í viðtali fyrir æfingu landsliðsins í dag. Hann fagnaði vel um síðustu helgi eftir að Lyngby náði með ótrúlegum hætti að bjarga sér frá falli úr dönsku úrvalsdeildinni. Afrekið er magnað hjá Íslendingafélaginu mikla.

„Það var ótrúlega gaman að ná þessu afreki og við áttum svo sannarlega skilið að fagna, sem við gerðum."

„Þetta var algjörlega ruglað. Allt tímabilið er rosalega erfitt því við erum alltaf neðstir og það reynir rosalega mikið á andlega þáttinn. Það var magnað afrek hjá þjálfarateyminu að missa ekki klefann (missa ekki trúna). Það voru allir búnir að dæma okkur niður en aftur á móti er auðvelt þegar allir eru búnir að dæma þig niður. Við nýttum okkur það."

Hægt er að hlusta á Sævar ræða meira um Lyngby með því að smella hérna.

Draumur að rætast
Sævar, sem er 22 ára gamall Breiðhyltingur, er núna að fara að taka þátt í sínu öðru keppnisverkefni með A-landsliðinu eftir að hafa spilað vel með Lyngby í Danmörku.

„Ég finn að ég er búinn að bæta mig sem leikmaður og persóna líka. Maður þroskast mikið á því að búa einn úti. Ég er búinn að bæta mig mikið og það er bara æfingakúltúrinn sem er í Lyngby. Við erum ekki með bestu aðstöðuna en við erum með bestu æfingarnar. Þetta er frábær æfingakúltúr sem Freysi og teymið hefur skapað," segir Sævar.

„Maður er búinn að vera mjög mikið 'high on life' síðustu daga og mér finnst ógeðslega gaman að vera að æfa með þessum gæjum hérna og vera mættur á Laugardalsvöll. Ég er ekki þreyttur andlega neitt og ég er ótrúlega spenntur."

„Það er draumur að rætast fyrir mig að vera hérna í hóp og líta upp í stúku. Maður mætti sem krakki á leikina þegar gullkynslóðin var að spila svo vel. Ég er mjög stoltur að vera hérna," segir Sævar en hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu. Hann og Alfreð Finnbogason, sem leikur einnig með Lyngby, eru skráðir sem sóknarmennirnir í hópnum.

„Við erum búnir að vera í samkeppni við Lyngby en samt... ég veit ekki hversu margar stöður ég er búinn að spila út í Lyngby. Ég get leyst allt og mér er hent út um allt. En jú, ætli maður veiti ekki gamla manninum smá samkeppni?" sagði Sævar léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Sævar ræðir meðal annars um komandi landsleiki eru mjög mikilvægir.
Athugasemdir
banner
banner