Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 07. júní 2023 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sævar léttur: Ætli maður veiti ekki gamla manninum samkeppni?
Icelandair
Sævar á æfingunni í dag.
Sævar á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars hjá Lyngby.
Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars hjá Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég jafnaði mig að mestu leyti svona í gær," sagði Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby í Danmörku, í viðtali fyrir æfingu landsliðsins í dag. Hann fagnaði vel um síðustu helgi eftir að Lyngby náði með ótrúlegum hætti að bjarga sér frá falli úr dönsku úrvalsdeildinni. Afrekið er magnað hjá Íslendingafélaginu mikla.

„Það var ótrúlega gaman að ná þessu afreki og við áttum svo sannarlega skilið að fagna, sem við gerðum."

„Þetta var algjörlega ruglað. Allt tímabilið er rosalega erfitt því við erum alltaf neðstir og það reynir rosalega mikið á andlega þáttinn. Það var magnað afrek hjá þjálfarateyminu að missa ekki klefann (missa ekki trúna). Það voru allir búnir að dæma okkur niður en aftur á móti er auðvelt þegar allir eru búnir að dæma þig niður. Við nýttum okkur það."

Hægt er að hlusta á Sævar ræða meira um Lyngby með því að smella hérna.

Draumur að rætast
Sævar, sem er 22 ára gamall Breiðhyltingur, er núna að fara að taka þátt í sínu öðru keppnisverkefni með A-landsliðinu eftir að hafa spilað vel með Lyngby í Danmörku.

„Ég finn að ég er búinn að bæta mig sem leikmaður og persóna líka. Maður þroskast mikið á því að búa einn úti. Ég er búinn að bæta mig mikið og það er bara æfingakúltúrinn sem er í Lyngby. Við erum ekki með bestu aðstöðuna en við erum með bestu æfingarnar. Þetta er frábær æfingakúltúr sem Freysi og teymið hefur skapað," segir Sævar.

„Maður er búinn að vera mjög mikið 'high on life' síðustu daga og mér finnst ógeðslega gaman að vera að æfa með þessum gæjum hérna og vera mættur á Laugardalsvöll. Ég er ekki þreyttur andlega neitt og ég er ótrúlega spenntur."

„Það er draumur að rætast fyrir mig að vera hérna í hóp og líta upp í stúku. Maður mætti sem krakki á leikina þegar gullkynslóðin var að spila svo vel. Ég er mjög stoltur að vera hérna," segir Sævar en hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu. Hann og Alfreð Finnbogason, sem leikur einnig með Lyngby, eru skráðir sem sóknarmennirnir í hópnum.

„Við erum búnir að vera í samkeppni við Lyngby en samt... ég veit ekki hversu margar stöður ég er búinn að spila út í Lyngby. Ég get leyst allt og mér er hent út um allt. En jú, ætli maður veiti ekki gamla manninum smá samkeppni?" sagði Sævar léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Sævar ræðir meðal annars um komandi landsleiki eru mjög mikilvægir.
Athugasemdir
banner
banner
banner