
„Þetta var gott tímabil og við náðum í bikar í fyrsta sinn í 30 ár. Við endum líka í öðru sæti þannig að þetta var virkilega gott tímabil," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá landsliðinu í dag.
Aron er kominn til móts við liðið eftir ansi gott tímabil með Al Arabi í Katar. „Það er gott að vera kominn heim, loksins, í landsliðsverkefni á Laugardalsvelli."
Aron er kominn til móts við liðið eftir ansi gott tímabil með Al Arabi í Katar. „Það er gott að vera kominn heim, loksins, í landsliðsverkefni á Laugardalsvelli."
„Það er ákveðin hefð sem er að skapast en það byrjaði allt með Heimi (Hallgrímssyni). Hann breytti mörgu innan félagsins."
Ég hlakka til að stíga inn á völlinn
Framundan hjá landsliðinu eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni EM þar sem liðið spilar við Slóvakíu og Portúgal á heimavelli. Það er langt síðan Aron, sem er 34 ára, spilaði síðast á heimavelli en Aron var um tíma utan hóps.
„Það eru þrjú ár síðan síðast. Ég hlakka til að stíga inn á völlinn og taka þetta verkefni 100 prósent, að ná í þrjú stig gegn Slóvakíu er það sem maður er að hugsa eins og staðan er í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Aron meira um leikina sem eru framundan.
Athugasemdir