Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 07. júní 2023 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Aron Einar: Gott að vera loksins kominn heim
Icelandair
Aron og Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu í dag.
Aron og Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gott tímabil og við náðum í bikar í fyrsta sinn í 30 ár. Við endum líka í öðru sæti þannig að þetta var virkilega gott tímabil," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá landsliðinu í dag.

Aron er kominn til móts við liðið eftir ansi gott tímabil með Al Arabi í Katar. „Það er gott að vera kominn heim, loksins, í landsliðsverkefni á Laugardalsvelli."

„Það er ákveðin hefð sem er að skapast en það byrjaði allt með Heimi (Hallgrímssyni). Hann breytti mörgu innan félagsins."

Ég hlakka til að stíga inn á völlinn
Framundan hjá landsliðinu eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni EM þar sem liðið spilar við Slóvakíu og Portúgal á heimavelli. Það er langt síðan Aron, sem er 34 ára, spilaði síðast á heimavelli en Aron var um tíma utan hóps.

„Það eru þrjú ár síðan síðast. Ég hlakka til að stíga inn á völlinn og taka þetta verkefni 100 prósent, að ná í þrjú stig gegn Slóvakíu er það sem maður er að hugsa eins og staðan er í dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Aron meira um leikina sem eru framundan.
Athugasemdir