Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 07. júní 2023 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Icelandair
Ísak á æfingunni í dag.
Ísak á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til móts við íslenska landsliðið eftir að hafa unnið tvöfalt með FC Kaupmannahöfn í Danmörku á tímabilinu sem var að líða.

Ísak er hins vegar ekki sáttur með stöðu sína hjá félaginu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu.

„Ég er náttúrulega fyrst og fremst ósáttur hvernig er komið fram við mig," sagði Ísak við Fótbolta.net í dag.

„Ég spila mjög góðan leik við AGF þegar við tryggjum okkur titilinn. Svo er mér fleygt aftur á bekkinn. Það er staða sem ég er ekki sáttur með. Ég hef sýnt það þegar ég spila á miðjunni að ég eigi að spila í þessu liði."

„Ég get ekki stjórnað þessu. Ég þarf kannski að fara að spá í því hvernig er komið fram við mig þarna og fara að gera eitthvað annað. Núna er ég með fulla einbeitingu á landsleikina og að standa mig vel hérna."

Ísak átti mjög góðan leik gegn AGF á dögunum - eins og hann segir - og fékk hann mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir leikinn. „Hvað meira get ég gert? Ég bjó til endalaust af færum fyrir liðsfélaga mína og spilaði mjög góðan leik. Sama hvað ég geri, þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Það er bara staðan eins og hún er núna, og ég er ekki sáttur við hana. Mér finnst þetta ósanngjarnt, sérstaklega þegar maður er að standa sig vel inn á vellinum. Maður getur ekki gert meira en það."

Ísak segir að það öll einbeiting á landsleikjunum núna en eftir þá kemur hann til með að hugsa sína möguleika. „Núna vil ég reyna að vinna þennan Slóvakíuleik og hjálpa Íslandi að ná í þrjú stig þar. Svo gæti vel verið að ég skoði mína möguleika," sagði hinn tvítugi Ísak í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.

Framundan hjá Íslandi eru mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Við biðjumst velvirðingar á vindhljóði í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner