Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 07. júní 2023 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Icelandair
Ísak á æfingunni í dag.
Ísak á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til móts við íslenska landsliðið eftir að hafa unnið tvöfalt með FC Kaupmannahöfn í Danmörku á tímabilinu sem var að líða.

Ísak er hins vegar ekki sáttur með stöðu sína hjá félaginu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu.

„Ég er náttúrulega fyrst og fremst ósáttur hvernig er komið fram við mig," sagði Ísak við Fótbolta.net í dag.

„Ég spila mjög góðan leik við AGF þegar við tryggjum okkur titilinn. Svo er mér fleygt aftur á bekkinn. Það er staða sem ég er ekki sáttur með. Ég hef sýnt það þegar ég spila á miðjunni að ég eigi að spila í þessu liði."

„Ég get ekki stjórnað þessu. Ég þarf kannski að fara að spá í því hvernig er komið fram við mig þarna og fara að gera eitthvað annað. Núna er ég með fulla einbeitingu á landsleikina og að standa mig vel hérna."

Ísak átti mjög góðan leik gegn AGF á dögunum - eins og hann segir - og fékk hann mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir leikinn. „Hvað meira get ég gert? Ég bjó til endalaust af færum fyrir liðsfélaga mína og spilaði mjög góðan leik. Sama hvað ég geri, þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Það er bara staðan eins og hún er núna, og ég er ekki sáttur við hana. Mér finnst þetta ósanngjarnt, sérstaklega þegar maður er að standa sig vel inn á vellinum. Maður getur ekki gert meira en það."

Ísak segir að það öll einbeiting á landsleikjunum núna en eftir þá kemur hann til með að hugsa sína möguleika. „Núna vil ég reyna að vinna þennan Slóvakíuleik og hjálpa Íslandi að ná í þrjú stig þar. Svo gæti vel verið að ég skoði mína möguleika," sagði hinn tvítugi Ísak í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.

Framundan hjá Íslandi eru mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Við biðjumst velvirðingar á vindhljóði í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir