Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   mið 07. júní 2023 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Icelandair
Ísak á æfingunni í dag.
Ísak á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til móts við íslenska landsliðið eftir að hafa unnið tvöfalt með FC Kaupmannahöfn í Danmörku á tímabilinu sem var að líða.

Ísak er hins vegar ekki sáttur með stöðu sína hjá félaginu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu.

„Ég er náttúrulega fyrst og fremst ósáttur hvernig er komið fram við mig," sagði Ísak við Fótbolta.net í dag.

„Ég spila mjög góðan leik við AGF þegar við tryggjum okkur titilinn. Svo er mér fleygt aftur á bekkinn. Það er staða sem ég er ekki sáttur með. Ég hef sýnt það þegar ég spila á miðjunni að ég eigi að spila í þessu liði."

„Ég get ekki stjórnað þessu. Ég þarf kannski að fara að spá í því hvernig er komið fram við mig þarna og fara að gera eitthvað annað. Núna er ég með fulla einbeitingu á landsleikina og að standa mig vel hérna."

Ísak átti mjög góðan leik gegn AGF á dögunum - eins og hann segir - og fékk hann mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir leikinn. „Hvað meira get ég gert? Ég bjó til endalaust af færum fyrir liðsfélaga mína og spilaði mjög góðan leik. Sama hvað ég geri, þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Það er bara staðan eins og hún er núna, og ég er ekki sáttur við hana. Mér finnst þetta ósanngjarnt, sérstaklega þegar maður er að standa sig vel inn á vellinum. Maður getur ekki gert meira en það."

Ísak segir að það öll einbeiting á landsleikjunum núna en eftir þá kemur hann til með að hugsa sína möguleika. „Núna vil ég reyna að vinna þennan Slóvakíuleik og hjálpa Íslandi að ná í þrjú stig þar. Svo gæti vel verið að ég skoði mína möguleika," sagði hinn tvítugi Ísak í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.

Framundan hjá Íslandi eru mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Við biðjumst velvirðingar á vindhljóði í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner