Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   mið 07. júní 2023 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Icelandair
watermark Ísak á æfingunni í dag.
Ísak á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til móts við íslenska landsliðið eftir að hafa unnið tvöfalt með FC Kaupmannahöfn í Danmörku á tímabilinu sem var að líða.

Ísak er hins vegar ekki sáttur með stöðu sína hjá félaginu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu.

„Ég er náttúrulega fyrst og fremst ósáttur hvernig er komið fram við mig," sagði Ísak við Fótbolta.net í dag.

„Ég spila mjög góðan leik við AGF þegar við tryggjum okkur titilinn. Svo er mér fleygt aftur á bekkinn. Það er staða sem ég er ekki sáttur með. Ég hef sýnt það þegar ég spila á miðjunni að ég eigi að spila í þessu liði."

„Ég get ekki stjórnað þessu. Ég þarf kannski að fara að spá í því hvernig er komið fram við mig þarna og fara að gera eitthvað annað. Núna er ég með fulla einbeitingu á landsleikina og að standa mig vel hérna."

Ísak átti mjög góðan leik gegn AGF á dögunum - eins og hann segir - og fékk hann mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir leikinn. „Hvað meira get ég gert? Ég bjó til endalaust af færum fyrir liðsfélaga mína og spilaði mjög góðan leik. Sama hvað ég geri, þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Það er bara staðan eins og hún er núna, og ég er ekki sáttur við hana. Mér finnst þetta ósanngjarnt, sérstaklega þegar maður er að standa sig vel inn á vellinum. Maður getur ekki gert meira en það."

Ísak segir að það öll einbeiting á landsleikjunum núna en eftir þá kemur hann til með að hugsa sína möguleika. „Núna vil ég reyna að vinna þennan Slóvakíuleik og hjálpa Íslandi að ná í þrjú stig þar. Svo gæti vel verið að ég skoði mína möguleika," sagði hinn tvítugi Ísak í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.

Framundan hjá Íslandi eru mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Við biðjumst velvirðingar á vindhljóði í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner