þri 06. júní 2023 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 hópurinn fyrir EM - Tvær stærstu stjörnurnar fara ekki
Orri Steinn fer ekki með.
Orri Steinn fer ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Tristan er í hópnum.
Daníel Tristan er í hópnum.
Mynd: Malmö
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, hefur opinberað leikmannahópinn sem tekur þátt í lokakeppni EM í júlí.

Tvær stærstu stjörnur liðsins, Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson, eru ekki með. Orri er að glíma við meiðsli og Kristian fékk ekki leyfi frá Ajax til að fara.

Fimm leikmenn frá Stjörnunni fara með og þá eru fjórir leikmenn frá erlendum félagsliðum, þar á meðal Daníel Tristan Guðjohnsen. Daníel er leikmaður Malmö í Svíþjóð en hann lék í gær sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni.

Lokakeppni EM U19 karla fer fram á Möltu dagana 3. - 16. júlí. Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

Hópurinn
Markverðir:
Ásgeir Orri Magnússon, Keflavík
Lúkas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim
Halldór Snær Georgsson, Fjölnir

Útileikmenn:
Ágúst Orri Þorsteinsson, Breiðablik
Daníel Freyr Kristjánsson, FC Midtjylland
Logi Hrafn Róbertsson, FH
Arnar Daníel Aðalsteinsson, Grótta
Arnar Númi Gíslason, Grótta
Haukur Andri Haraldsson, ÍA
Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR
Daníel Tristan Guðjohnsen, Malmö FF
Þorsteinn Aron Antonsson, Selfoss
Adolf Daði Birgisson, Stjarnan
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson, Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson, Stjarnan
Hilmir Rafn Mikaelsson, Tromsö
Hlynur Freyr Karlsson, Valur
Gísli Gottskálk Þórðarson, Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Þór Ak.
Athugasemdir
banner
banner
banner