Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 07. júní 2023 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reynslumikill dómari segir að KSÍ hafi gengisfellt herferð sína
Úr leiknum umtalaða í Kópavogi.
Úr leiknum umtalaða í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net
Oddur Helgi Guðmundsson, sem hefur verið einn öflugasti aðstoðardómari Íslands undanfarin ár, virðist ekki vera sáttur með störf KSÍ þessa stundina.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á ekki von á leikbanni vegna viðtals sem hann fór í við Stöð 2 Sport eftir stórleikinn gegn Breiðabliki síðasta föstudagskvöld. Það var mikill hiti í Arnari eftir leikinn og lét hann Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, heyra það - en hann gerði það einnig í viðtali við Fótbolta.net.

Arnar sagði að Ívar hefði verið alveg ömurlegur og var mjög harðorður í hans garð.

Morgunblaðið ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í dag en hún er með heimild til að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar. Hún á ekki von á því að vísa viðtali Arnars til aganefndar og útskýrir hún það þannig að Arnar hafi ekki sakað dómarann um óheiðarleika eða svindl.

Oddur Helgi, sem hætti að dæma eftir síðasta sumar, er á því máli að KSÍ sé núna búið að gengisfella herferð sína sem var sett á laggirnar fyrir nokkrum vikum. Herferðin sem hann á við er verkefnið 'átak vegna hegðunar í garð dómara 2023' en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á störfum dómara og mikilvægi þeirra fyrir fótboltann, og er aðalmarkmiðið að hvetja fólk til láta af neikvæðri hegðun í garð dómara.

„Spurning um að taka hana úr birtingu?" segir Oddur Helgi en gera má ráð fyrir því að hann sé ekki sammála því að Arnar sleppi við leikbann.


Athugasemdir
banner
banner
banner