Joe Cole fyrrum leikmaður West Ham sagði skemmtilega sögu af Declan Rice núverandi fyrirliða félagsins sem var að taka við Sambandsdeildarbikarnum í kvöld eftir sigur á Fiorentina.
Rice er 24 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá West Ham en Cole æfði með honum undir lok ferilsins árið 2018.
„Declan Rice er einstakur leikmaður og einstakur karakter. Hann er á sama stalli og Billy Bonds og Bobby Moore," sagði Cole.
„Ég veit hversu góður leikmaður hann er, ég hef fylgst með honum síðan hann var ungur drengur. Ég er ég kom til baka frá Tampa Bay Rowdies fékk ég að æfa með unglingaliðinu og ég sá þennan unga dreng hlaupa hringinn í kringum mig, ég var þá 36 ára og ég hugsaði með mér: Það er kominn tími til að leggja skóna á hilluna."
Athugasemdir