Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mið 07. júní 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - West Ham mætir Fiorentina í Prag
Mynd: EPA

Úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Prag, höfuðborg Tékklands, í kvöd.


West Ham United, sem var lengi vel í fallbaráttu á enska úrvalsdeildartímabilinu, keppir þar við Fiorentina, sem endaði sex stigum frá Sambandsdeildarsæti ítölsku deildarinnar.

Það er mikið undir fyrir bæði lið í kvöld, þar sem þau eru ekki einungis að keppast um langþráðan titil heldur einnig um sæti í Evrópudeildinni í haust. Roma vann Sambandsdeildina í fyrra og komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í ár, en tapaði þar gegn Sevilla eftir vítaspyrnukeppni.

Fiorentina fór í gegnum Braga, Sivasspor, Lech Poznan og Basel á leið sinni í úrslitaleikinn á meðan West Ham lagði AEK Larnaca, Gent og AZ Alkmaar að velli.

Leikur kvöldsins:
19:00 Fiorentina - West Ham (YouTube)


Athugasemdir
banner