Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
banner
   fös 07. júní 2024 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Bauluðu á enska liðið eftir tapið gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsfólk enska landsliðsins var allt annað en sátt við sína menn eftir 1-0 tapið gegn Íslandi á Wembley í kvöld.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið en hann fór ekki alveg eftir eins og þeir höfðu lagt upp með.

Jón Dagur Þorsteinsson kom með skellinn snemma leiks með frábæru skoti og fékk Ísland færin til að bæta við í þeim síðari.

Eftir leikinn baulaði stuðningsfólk enska landsliðsins á eigin lið, sem er skiljanlegt enda frammistaðan langt undir væntingum fyrir þjóð og leikmannahóp af þessu kaliberi.

Englendingar spila sinn fyrsta leik á EM gegn Serbíu þar næsta sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner