Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alexis Sanchez: Ég er hér til að vinna eitthvað
Alexis Sanchez og Romelu Lukaku
Alexis Sanchez og Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Alexis Sanchez skrifaði undir samning hjá ítalska félaginu Inter í gær en hann segist vera mættur til félagsins til að vinna eitthvað.

Sanchez eyddi síðasta tímabili á láni hjá Inter frá Manchester United en United rifti samningnum við hann í gær og í kjölfarið samdi hann við Inter.

United sparaði sér þar um það bil 60 milljónir punda með því að rifta við hann en hann mun þéna 130 þúsund pund á viku hjá Inter.

Martraðardvöl hans hjá United er því á enda og getur hann ekki beðið eftir að fara af stað með Inter.

„Ég er hungraður í að vinna eitthvað. Ég var með þá þrá að vera áfram hér því ég fann fjölskyldutengsl hjá Inter og allir eru ólmir í að berjast og vinna eitthvað fyrir félagið," sagði Sanchez.
Athugasemdir
banner
banner