Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. september 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagerback ekki séð annað eins síðan Messi og Ronaldo
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur gríðarlega mikla trú á Erling Braut Haaland.

Haaland hefur skotist fljótt upp á stjörnuhimininn, fyrst með Red Bull Salzburg og svo með Borussia Dortmund. Og auðvitað með norska landsliðinu.

Lagerback gengur svo langt að segja að hann hafi aldrei séð leikmann eins góðan á þessum aldrei síðan Cristiano Ronaldo og Lionel Messi komu upp.

„Ég hef kannski verið of lengi í þessum bransa, en ég hef ekki séð leikmann þróast í að vera svona góður leikmaður á þessum aldri síðan kannski Messi og Ronaldo," sagði Lagerback fyrir leik Norðmanna gegn Norður-Írlandi í kvöld.

„Hann hefur alla burði til að verða einn af bestu leikmönnum í heimi," sagði Lagerback um Haaland sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með A-landsliðinu í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner