Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 07. september 2020 14:44
Elvar Geir Magnússon
Myndband birt af stelpunum að spjalla við Foden og Greenwood
Mynd: Skjáskot
Twitter aðgangurinn The Man Utd Way, sem er með um 243 þúsund fylgjendur, hefur birt myndband þar sem hægt er að sjá íslensku stelpurnar í samræðum við Phil Foden og Mason Greenwood.

Stærsta íþróttatengda frétt dagsins víða um heim er að Foden og Greenwood voru reknir úr enska landsliðshópnum eftir að þeir brutu reglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á hótel landsliðsins.

Stelpurnar voru í samskiptum við leikmennina ungu í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu og Manchester City og Manchester United, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, hafa sagt að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Enska landsliðið er á leið til Danmerkur þar sem leikið verður við heimamenn á morgun en Foden og Greenwood ferðast ekki með í leikinn.



Sjá einnig:
Foden og Greenwood brutu reglur - Buðu íslenskum stelpum á hótelið
Foden og Greenwood æfðu ekki á Laugardalsvelli - Reknir úr hópnum
Stelpurnar sýndu frá samskiptum sínum við Foden og Greenwood á samfélagsmiðlum
Southgate segir málið mjög alvarlegt - Stelpurnar komu ekki inn á svæði Englands
Foden og Greenwood biðjast afsökunar - Í tveggja vikna sóttkví?
Yfirlýsing Man Utd: Hegðun Greenwood á Íslandi okkur vonbrigði
Þórólfur staðfestir brot Englendinga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner