Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   lau 07. september 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Koeman svarar Bergwijn: Ég stend við það sem ég sagði!
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, ætlar ekki að bakka með það sem hann sagði um val Steven Bergwijn um að fara til Sádi-Arabíu.

Þjálfarinn sagði við hollenska blaðamenn að hann skildi lítið í því að Bergwijn, sem er 26 ára gamall, sé farinn til Sádi-Arabíu og sérstaklega á þessum aldri.

Tók hann það þá fram að Bergwijn yrði ekki valinn í hópinn á meðan hann spilar í landinu.

Leikmaðurinn svaraði honum fullum hálsi og sagðist hvort er ekki hafa áhuga á því að spila fyrir Koeman, sem hefur nú svarað Bergwijn.

„Það er bara eðlilegt að Steven Bergwijn bregðast við orðum mínum um félagaskipti hans til Sádi-Arabíu, en ég stend við það sem ég sagði. Ef þú ferð 26 ára gamall til Sádi-Arabíu þá veistu að það er ekki gert frá íþróttalegu sjónarmiði,“ sagði Koeman.

Þetta er ákveðin hræsni hjá Koeman sem að valdi Gini Wijnaldum, leikmann Al Ettifaq, í hópinn fyrir Evrópumótið í sumar. Wijnaldum hafði spilað þar í heilt ár. Hann er vissulega 33 ára gamall, en Koeman hefur talað sérstaklega um slök gæði sádi-arabísku deildarinnar og því eru orð hans heldur undarleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner