Erik Tobias Sandberg, miðvörður ÍA, er að glíma við meiðsli sem héldu honum frá vellinum þegar ÍA mætti ÍBV í síðustu umferð. Það ríkir óvissa um hvort hann muni snúa aftur til baka á þessu tímabili.
Norski miðvörðurinn átti mjög gott tímabil með ÍA í fyrra þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil á Íslandi. Hann var eftirsóttur af öðrum félögum og hafði t.d. Valur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir, en hann skrifaði undir nýjan samning við ÍA. Sandberg hefur, eins og í raun allt ÍA liðið, ekki náð að fylgja þeirri spilamennsku eftir, en hann er lykilmaður í liði Skagamanna sem situr á botni Bestu deildarinnar.
Norski miðvörðurinn átti mjög gott tímabil með ÍA í fyrra þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil á Íslandi. Hann var eftirsóttur af öðrum félögum og hafði t.d. Valur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir, en hann skrifaði undir nýjan samning við ÍA. Sandberg hefur, eins og í raun allt ÍA liðið, ekki náð að fylgja þeirri spilamennsku eftir, en hann er lykilmaður í liði Skagamanna sem situr á botni Bestu deildarinnar.
„Staðan á honum er alls ekki góð, algjör óvissa með framhaldið hjá honum. Í fyrri hálfleik á móti Víkingi (17. ágúst) fær hann högg á öxlina eða síðuna. Fyrr í sumar fékk hann eins högg og þá missti hann máttinn í hendinni í einhverja daga. Þegar þetta gerðist í Víkingsleiknum þá voru menn vongóðir að þetta myndi ganga til baka, en það er ekki að gera það. Þetta er einhverskonar taugaáverki Þetta getur tekið frá einhverjum dögum upp í vikur og jafnvel mánuði að ganga til baka. Hann hefur ekki fullan kraft í hendinni, getur ekki beitt hendinni," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net.
Sandberg var ekki með gegn ÍBV í síðasta leik og í hjarta varnarinnar spiluðu Rúnar Már Sigurjónsson og Marko Vardic. Baldvin Þór Berndsen var í leikbanni, Hlynur Sævar Jónsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla og ÍA seldi Oliver Stefánsson til Póllands í glugganum.
„Þetta hefur farið úr því að við áttum nóg af hafsentum í það að við áttum engan í leiknum gegn ÍBV. Marko er vanur að spila hafsent og með honum settum við Rúnar sem hafði spilað 20-30 mínútur á sínum ferli í hafsent, stóð sig nokkuð vel miðað við það. Baldvin snýr til baka úr banni fyrir næsta leik og það styttist í Hlyn, hann hefur ekkert æft síðan hann meiddist gegn FH (11. ágúst). Við vonumst til þess að Hlynur snúi til æfinga núna í vikunni og það er spurning hvort hann nái leiknum á fimmtudaginn gegn Blikum," segir Lárus Orri.
Sandberg, sem er 25 ára Norðmaður, er samningsbundinn ÍA út nóvember 2026. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir