Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 12:13
Elvar Geir Magnússon
Spalletti sagður í viðræðum við AC Milan
Luciano Spalletti.
Luciano Spalletti.
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti er sagður vera langt kominn í viðræðum við AC Milan en félagið vill ráða hann sem nýjan stjóra.

Gazzetta dello Sport greinir frá þessu en hinn sextugi Spalletti yfirgaf Inter eftir síðasta tímabil eftir að hafa náð að koma liðinu í topp fjóra.

Dagblaðið býst við því að Marco Giampaolo verði látinn fara um leið og samkomulag næst við Spalletti.

Giampaolo stýrði Milan til 2-1 sigurs gegn Genoa á laugardaginn en liðið er í þrettánda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner