Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 18:19
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Nicolae Stanciu býst við 50/50 leik gegn Íslandi
Icelandair
Nicolae Stanciu.
Nicolae Stanciu.
Mynd: Getty Images
Nicolae Stanciu, leikmaður Slavia Prag og rúmenska landsliðsins, svaraði nokkrum spurningum frá Fótbolta.net á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld.

Stanciu var spurður að því hvernig leik má búast við á morgun þegar Ísland og Rúmenía eigast við í umspili fyrir EM alls staðar.

„Ég býst við erfiðum leik, Ísland er með sterkt lið og er með öfluga leikmenn. Ég reikna með því að þetta verði jafn leikur en mun vonandi falla með okkur á morgun. Við höfum verið öflugir og erum tilbúnir að fórna okkur á morgun til að komast áfram," segir Stanciu.

„Við þekkjum íslenska liðið og við vitum hversu sterkir þeir eru í einvígjum. Við erum með okkar áætlanir fyrir leikinn og munum vonandi vinna.

Stanciu segir að það sé vont fyrir fótboltann að leika án áhorfenda.

„Það vont fyrir fótboltann að það sé leikið án áhorfenda. En svona er staðan. Þetta er leiðinlegt fyrir íslenska stuðningsmenn og okkar en svona eru reglur UEFA og við þurfum að venjast því," segir Stanciu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner