Moise Kean sóknarmaður Fiorentina hefur þurft að draga sig úr ítalska landsliðshópnum vegna bakmeiðsla og getur því ekki verið með í komandi heimaleikjum gegn Belgíu og Ísrael í Þjóðadeildinni.
Luciano Spalletti landsliðsþjálfari opinberaði 23 manna hóp sinn í síðustu viku en Lorenzo Lucca sóknarmaður Udinese hefur nú verið kallaður inn vegna meiðsla Kean.
Kean er með fimm mörk í tíu leikjum fyrir Fiorentina en klúðraði vítaspyrnu gegn AC Milan í gær. Það kom þó ekki að sök því Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina.
Luciano Spalletti landsliðsþjálfari opinberaði 23 manna hóp sinn í síðustu viku en Lorenzo Lucca sóknarmaður Udinese hefur nú verið kallaður inn vegna meiðsla Kean.
Kean er með fimm mörk í tíu leikjum fyrir Fiorentina en klúðraði vítaspyrnu gegn AC Milan í gær. Það kom þó ekki að sök því Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina.
Ítalía spilar 10. og 14. október.
Markverðir: Donnarumma (PSG), Vicario (Tottenham), Di Gregorio (Juventus).
Varnarmenn: Bastoni (Inter), Buongiorno (Napoli), Calafiori (Arsenal), Gabbia (Milan), Okoli (Leicester City), Cambiaso (Juventus), Bellanova (Atalanta), Dimarco (Inter), Di Lorenzo (Napoli), Udogie. (Tottenham)
Miðjumenn: Tonali (Newcastle), Ricci (Torino), Fagioli (Juventus), Frattesi (Inter), Pellergini (Roma), Pisilli (Roma).
Sóknarmenn: Retegui (Atalanta), Raspadori (Napoli), Lucca (Udinese), Maldini (Monza).
Athugasemdir