Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Alba leggur skóna á hilluna eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Jordi Alba leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil en hann greindi frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag.

Alba er einn besti vinstri bakvörður í sögu Spánar og var meðal annars í hópnum er landsliðið vann Evrópumótið árið 2012 og Þjóðadeildina árið 2023.

Hann var hluti af gullaldarliði Barcelona og vann þar sautján titla yfir tólf ára tímabil.

Spánverjinn fór frá Barcelona árið 2023 og elti nokkra félaga sína til Inter Miami í Bandaríkjunum. Hann gat ómögulega hafnað tækifærinu á að spila aftur við Lionel Messi, Sergio Busquets og Luis Suarez.

Þar varð hann deildarmeistari og vann hinn svokallaða stuðningsmannaskjöld ásamt því að vinna deildarbikarinn.

Alba, sem er 36 ára gamall, framlengdi samning sinn við Inter Miami fyrir nokkrum vikum síðan, en greindi óvænt frá því í dag að þetta verður hans síðasta tímabil.

Þetta er önnur Barcelona-goðsögnin sem leggur skóna á eftir Busquets. Draumalið Inter Miami er að sundrast, en Suarez verður samningslaus eftir tímabilið og þá er óvíst hvort Messi framlengi við félagið.


Athugasemdir
banner