Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Evrópubikarinn: Þungt tap hjá Diljá og Maríu - Fanney með annan fótinn í 16-liða úrslit
Kvenaboltinn
Diljá spilaði hálftíma með Brann
Diljá spilaði hálftíma með Brann
Mynd: Brann
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Brann töpuðu fyrir Hammarby, 4-1, í annarri umferð í forkeppni Evrópubikarsins í kvöld.

Hammarby og Brann áttust við í fyrri leiknum í rimmunni en leikurinn var spilaður í Stokkhólmi.

Diljá spilaði síðasta hálftímann í leiknum og þá kom María Þórisdóttir inn á nokkrum mínútum síðar.

Brann á erfiðan leik fyrir höndum í næstu viku, en þó ekki hægt að afskrifa endurkomu. Brann hefur unnið síðustu átta heimaleiki sína, þar af þrjá með þremur mörkum eða meira.

Fanney Inga Birkisdóttir var á bekknum hjá Häcken sem valtaði yfir GKS Katowice, 4-0, á heimavelli. Brasilíska landsliðskonan Helena Sampaio skoraði þrennu fyrir sænska liðið.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék allan leikinn með Bröndby sem rústaði BSF, 7-0, í 16-liða úrslitum danska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner