Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
banner
   þri 07. október 2025 22:20
Brynjar Ingi Erluson
„Held að Guehi fari til Barcelona eða Real Madrid“
Hvert fer Guehi?
Hvert fer Guehi?
Mynd: EPA
Florentino Perez, forseti Real Madrid, gæti stolið Guehi af Liverpool
Florentino Perez, forseti Real Madrid, gæti stolið Guehi af Liverpool
Mynd: EPA
Kaveh Solhekol, fréttamaður hjá Sky Sports, telur það líklegast að enski varnarmaðurinn Marc Guehi fari til Barcelona eða Real Madrid á næsta ári.

Guehi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool undir lok sumargluggans, en Crystal Palace hætti við söluna þar sem það fann ekki mann í hans stað.

Englendingurinn var súr og svekktur með niðurstöðuna, en var fljótur að komast yfir það og verið með langbestu varnarmönnum deildarinnar.

Guehi verður samningslaus næsta sumar og er Liverpool enn áhugasamt um að fá hann, en samkeppnin er orðin meiri og nú talið að Barcelona og Real Madrid ætli að bera víurnar í hann.

Félög utan Englands hafa ákveðið forskot, en þau geta boðið Guehi samning í byrjun árs á meðan ensku félögin þurfa að bíða þangað til Englendingurinn á mánuð eftir af samningnum.

„Ef ég þyrfti að handa pening á þetta þá myndi ég segja að hann fari til Barcelona eða Real Madrid. Þessi félög eru með forskot því þau geta gert forsamning við hann í janúar, eitthvað sem ensku úrvalsdeildarfélögin geta augljóslega ekki gert.“

„Ensku félögin þurfa að bíða fram að sumri ef þau vilja fá hann á frjálsri sölu. Hins vegar gætu þau gert Crystal Palace stórt tilboð í janúar, en hversu há tilboð erum við að tala um þegar það verður hægt að fá hann frítt í sumar?“

„Fólk hjá öðrum úrvalsdeildarfélögum eru að segja mér að tilfinningin sé sú að Real Madrid, Barcelona og Bayern hafi öll áhuga á að fá hann og þau munu klárlega vera með forskot í þessari baráttu,“
sagði fréttamaðurinn á Sky.
Athugasemdir
banner
banner