Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodrygo var nálægt því að ganga til liðs við Barcelona
Mynd: EPA
Rodrygo, leikmaður Real Madrid, var svo gott sem genginn til liðs við Barcelona áður en Real Madrid kom inn í myndina.

„Áður en ég skrifaði undir hjá Real Madrid var allt klárt og ég var búinn að skrifa undir hjá Barcelona. Pabbi minn sagði að Madrid hafi hringt og ég varð að taka ákvörðun," sagði Rodrygo.

„Það var mjög auðvelt fyrir mig. Ég vissi hvað ég vildi og hver draumurinn minn var, ég hikaði ekki og hér er ég."

Rodrygo er 24 ára gamall Brasilíumaður en hann gekk til liðs við Real Madrid frá Santos árið 2019.

„Ég var að spila vel. Barcelona sýndi mér áhuga og ég hef alltaf sagt að það væri frábært félag og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. En Real Madrid var draumurinn og þetta var auðveld ákvörðun. Ég gat ekki beðið lengur eftir Madrid og þegar þeir komu að borðinu gerðum við það sem við þurftum að gera."

Rodrygo hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Real Madrid en hann hefur verið orðaður við lið á borð við Man City og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner