
Íslenska landsliðið mætir Úkraínu og Frakklandi á Laugardalsvelli í komandi leikjum í undankeppni HM. Þegar er orðið uppselt á báða leikina og því komast færri að en vilja.
Síðast var uppselt á Laugardalsvöll árið 2023 er Ísland mætti Portúgal. Vinsældir Cristiano Ronaldo spiluðu þar eflaust stóra rullu en hann skoraði jafnframt eina mark leiksins.
Covid-19 heimsfaraldurinn setti þá strik í reikninginn, en þá var uppselt í nokkur skipti og máttu mest 3600 áhorfendur mæta á völlinn áður en að takmörkunum var aflétt.
Þar áður var fullt á Laugardalsvöll þegar við mættum Frakklandi árið 2019 í undankeppni EM, leikurinn endaði með 0-1 tapi en Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
Síðast þegar það var uppselt í báðum leikjum Íslands í einum og sama glugganum var árið 2017 í undankeppni fyrir HM 2018.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |