Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 14:30
Kári Snorrason
Var skotmark Man Utd en framlengir við Sporting
Pedro Goncalves.
Pedro Goncalves.
Mynd: EPA

Portúgalinn Pedro Goncalves hefur framlengt samning sinn við Sporting til ársins 2030. Goncalves var orðaður við Manchester United í sumar og sagður vera mögulegur arftaki Bruno Fernandes skyldi hann fara.


Goncalves var sóttur til Sporting árið 2020 þegar Ruben Amorim var við stjórnvölinn og var hann lykilmaður í liði Amorim. Hann leikur sem framsækinn miðjumaður og hefur hann skorað 87 mörk í 209 leikjum fyrir félagið.

Miðjumaðurinn þekkir vel til á Englandi en hann var sóttur í akademíu Úlfanna og lék einn leik fyrir aðallið Wolves áður en félagið leyfði honum að fara aftur til heimalandsins.

Sporting eru í 2. sæti deildarinnar eftir átta leiki þremur stigum á eftir toppliði Porto, en Sporting eru ríkjandi meistarar í Portúgal.


Athugasemdir
banner
banner
banner