Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vegabréfi Memphis stolið - Kemst ekki til móts við landsliðið strax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Memphis Depay, markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins, mun mæta seint í æfingabúðir landsliðsins eftir að vegabréfinu hans var stolið.

Hann átti að leggja af stað frá Brasilíu á sunnudaginn en hann leikur með Corinthians þar í landi.

Holland mætir Möltu á fimmtudaginn á útivelli og Finnlandi heima á sunnudaginn í undankeppni HM. Hollenska sambandið segir að Memphis sé að reyna allt sem hann getur til að komast á leiðarenda eins fljótt og hægt er.

„Þetta er óheppilegt, sérstaklega fyrir hann en okkur líka. Maður vill að sjálfsögðu byrja undirbúninginn með alla leikmennina en við höfum enga stjórn á þessu. Við vonumst til að hann geti komist til móts við hópinn eins fljótt og hægt er," sagði Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands.

Memphis skoraði tvennu í 3-2 sigri gegn Litáen fyrir mánuði síðan en hann fór þar með upp fyrir Robin van Persie og varð markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 52 mörk í 104 leikjum.

Holland er á toppi G riðils í undankeppninni. Liðið er fyrir ofan Pólland á markatölu og á leik til góða.
Athugasemdir
banner