Hollenski sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee vill fara frá Manchester United þegar janúarglugginn opnar.
Zirkzee kom við sögu í 21 úrvalsdeildarleik í röð undir stjórn Ruben Amorim á síðustu leiktíð en aðeins spilað 82 mínútur í heildina á þessu tímabili.
Man Utd fjárfesti í þremur sóknarmönnum í sumar og er Zirkzee kominn aftarlega í goggunarröðinni, en samkvæmt Daily Mail er Hollendingurinn sagður ósáttur með stöðuna.
Hann vill komast frá félaginu í janúar í leit að meiri spiltíma svo hann eigi betri möguleika á því að fara með hollenska landsliðinu á HM.
Juventus og Napoli höfðu bæði áhuga á að fá Zirkzee í sumar en Man Utd hafnaði tilboðum í leikmanninn. Þar sem Rasmus Höjlund fékk að fara frá United til Napoli og óvíst hvort það muni leyfa Zirkzee að fara á miðju tímabili.
Athugasemdir