Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
banner
   fim 07. nóvember 2024 18:44
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Arnar gat leyft sér að fagna í dag líkt og gegn Cercle Brugge á dögunum.
Arnar gat leyft sér að fagna í dag líkt og gegn Cercle Brugge á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, virkilega ánægður hugarfarið hjá strákunum. Við vorum djarfir á boltann og gerðum alla hluti nánast óaðfinnanlega hvort sem það var í pressu, uppbyggingu eða lágblokk og tókum alla þætti leiksins og negldum það í þetta skipti.“

Sagði að vonum kátur þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur Víkinga á Borac FK frá Bosníu í Sambandsdeild Evrópu fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

Víkingar voru heilt yfir betra liðið á vellinum og gerðu sitt vel og stjórnuðu i raun leiknum með og án bolta þótt þeir hafi á köflum þurft að "söffera" eins og Arnar hefur svo oft orðað það.

„Þegar þú ert að mæta sterku liði þá þarftu bara að sætta þig við það að stundum þarftu að vera án boltans en um leið að passa að missa ekki einbeitingu. Finnast það ekki vera fyrir neðan þína virðingu að vera ekki með boltann. Þótt við séum vanir því að vera með boltann hér heima í deildinni þá gilda bara aðrar reglur úti í hinum stóra heimi. Þá þarftu bara að gera þína hluti mjög vel og vera agaður og skipulagður sem mér fannst við vera 100% í í dag.“

Víkingar voru sérstaklega öflugir þegar þeir stigu hátt á völlinn og áttu gestirnir frá Bosníu oft í stökustu vandræðum að koma boltanum af eigin vallarhelmingi hundeltir af leikmönnum Víkinga.

„Það skiptir miklu máli að vera ekki í 90 mínútur í lágvörn á þessu stigi. Þá verða menn með þreyttar lappir og ennþá þreyttari haus. Þú þarft að stíga upp þegar það á við eg vera samstíga og aggresívur og hlaupa af ákefð. Við vorum bara "on it" í dag allir sem einn.“

Víkingar miða á útsláttarkeppni
Um framhaldið, upplifunina og möguleika Víkinga á því að komast áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar sagði Arnar svo.

„Mað segir bara ekki vekja mig. Ég verð líka að taka það fram, ekki bara til að monta mig af okkar klúbb heldur er þetta stór sigur fyrir íslenskan fótbolta. Við erum alltaf að gera okkur meira gildandi á þessu sviði með Blika í fyrra og okkur núna. Það er tekið eftir þessu,“

„Maður mætir fyrir leiki í rútu og það eru þrjár fjórar myndavélar sem bíða eftir okkur. Núna erum við á stóra sviðinu með stóru strákunum og erum að skila okkar það sem af er. Nú er þriggja daga frí en svo full einbeiting á mánudag í að reyna ná þessu upphaflega markmiði okkar sem var að reyna að komast í þetta 9-24 sæti. Má láta sig dreyma um eitthvað meira? Við höldum okkur aðeins á jörðinni til að byrja með og reynum að ná þessu markmiði fyrst og svo kannski dreymir okkur aðeins meira. “

Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner