Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fim 07. nóvember 2024 18:44
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Arnar gat leyft sér að fagna í dag líkt og gegn Cercle Brugge á dögunum.
Arnar gat leyft sér að fagna í dag líkt og gegn Cercle Brugge á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, virkilega ánægður hugarfarið hjá strákunum. Við vorum djarfir á boltann og gerðum alla hluti nánast óaðfinnanlega hvort sem það var í pressu, uppbyggingu eða lágblokk og tókum alla þætti leiksins og negldum það í þetta skipti.“

Sagði að vonum kátur þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur Víkinga á Borac FK frá Bosníu í Sambandsdeild Evrópu fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

Víkingar voru heilt yfir betra liðið á vellinum og gerðu sitt vel og stjórnuðu i raun leiknum með og án bolta þótt þeir hafi á köflum þurft að "söffera" eins og Arnar hefur svo oft orðað það.

„Þegar þú ert að mæta sterku liði þá þarftu bara að sætta þig við það að stundum þarftu að vera án boltans en um leið að passa að missa ekki einbeitingu. Finnast það ekki vera fyrir neðan þína virðingu að vera ekki með boltann. Þótt við séum vanir því að vera með boltann hér heima í deildinni þá gilda bara aðrar reglur úti í hinum stóra heimi. Þá þarftu bara að gera þína hluti mjög vel og vera agaður og skipulagður sem mér fannst við vera 100% í í dag.“

Víkingar voru sérstaklega öflugir þegar þeir stigu hátt á völlinn og áttu gestirnir frá Bosníu oft í stökustu vandræðum að koma boltanum af eigin vallarhelmingi hundeltir af leikmönnum Víkinga.

„Það skiptir miklu máli að vera ekki í 90 mínútur í lágvörn á þessu stigi. Þá verða menn með þreyttar lappir og ennþá þreyttari haus. Þú þarft að stíga upp þegar það á við eg vera samstíga og aggresívur og hlaupa af ákefð. Við vorum bara "on it" í dag allir sem einn.“

Víkingar miða á útsláttarkeppni
Um framhaldið, upplifunina og möguleika Víkinga á því að komast áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar sagði Arnar svo.

„Mað segir bara ekki vekja mig. Ég verð líka að taka það fram, ekki bara til að monta mig af okkar klúbb heldur er þetta stór sigur fyrir íslenskan fótbolta. Við erum alltaf að gera okkur meira gildandi á þessu sviði með Blika í fyrra og okkur núna. Það er tekið eftir þessu,“

„Maður mætir fyrir leiki í rútu og það eru þrjár fjórar myndavélar sem bíða eftir okkur. Núna erum við á stóra sviðinu með stóru strákunum og erum að skila okkar það sem af er. Nú er þriggja daga frí en svo full einbeiting á mánudag í að reyna ná þessu upphaflega markmiði okkar sem var að reyna að komast í þetta 9-24 sæti. Má láta sig dreyma um eitthvað meira? Við höldum okkur aðeins á jörðinni til að byrja með og reynum að ná þessu markmiði fyrst og svo kannski dreymir okkur aðeins meira. “

Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner