Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
„Ég elska nýja fyrirkomulagið“
Vinicius Junior með Meistaradeildarbikarinn.
Vinicius Junior með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: EPA
Franski íþróttafréttamaðurinn Julien Laurens segist hæstánægður með breytinguna á Evrópukeppnunum. Eins og lesendur vita er búið að afleggja riðlakeppnina og í staðinn eru komnar deildir.

„Ég elska þetta nýja fyrirkomulag í Meistaradeildinni," segir Laurens en margir eru á því að þreyta hafi verið komin í gamla fyrirkomulagið og riðlakeppnin ekki boðið upp á nægilega mikið.

„Við höfum fengið risaleiki, mikla dramatík og það er allt morandi í umdeildum atvikum."

„Stór nöfn hafa verið í vandræðum, eins og hjá Real Madrid þar sem Kylian Mbappe og Vinicius Jr voru í brasi á þriðjudaginn og svo hafa nýir leikmenn verið að skapa sér nöfn. Mér finnst þetta fyrirkomulag fara frábærlega af stað."

Efstu átta liðin í Meistaradeildinni tryggja sér beint sæti í útsláttarkeppninni en liðin í sætum 9-24 fara í umspil þar sem leikið verður heima og að heiman.
Athugasemdir
banner
banner