Pau Cubarsi er í „fínu lagi" segir Hansi Flick stjóri Barcelona.
Hinn sautján ára gamli Cubarsi þurfti að fara af velli á 67. mínútu í 5-2 sigri Barcelona gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad í gær. Þegar Cubarsi var að skalla boltann frá eftir hornspyrnu fékk hann takkana undir skóm Uros Spajic í andlitið í baráttunni.
Cubarsi fékk aðhlynningu á vellinum áður en hann var tekinn af velli með andlitið blóðugt og ljótan skurð.
Sauma þurfti tíu spor í andlit Cubarsi en Barcelona birti mynd af honum frá sjúkrahúsinu þar sem stendur „Ég er í lagi!".
„Það þurfti að sauma hann en hann er í fínu lagi," sagði Flick eftir leikinn en Cubarsi er einn efnilegasti miðvörður heims og einn af fjölmörgum gríðarlega efnilegum leikmönnum Börsunga.
Hinn sautján ára gamli Cubarsi þurfti að fara af velli á 67. mínútu í 5-2 sigri Barcelona gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad í gær. Þegar Cubarsi var að skalla boltann frá eftir hornspyrnu fékk hann takkana undir skóm Uros Spajic í andlitið í baráttunni.
Cubarsi fékk aðhlynningu á vellinum áður en hann var tekinn af velli með andlitið blóðugt og ljótan skurð.
Sauma þurfti tíu spor í andlit Cubarsi en Barcelona birti mynd af honum frá sjúkrahúsinu þar sem stendur „Ég er í lagi!".
„Það þurfti að sauma hann en hann er í fínu lagi," sagði Flick eftir leikinn en Cubarsi er einn efnilegasti miðvörður heims og einn af fjölmörgum gríðarlega efnilegum leikmönnum Börsunga.
Everything for the Club pic.twitter.com/8NibaXo1ON
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 7, 2024
I’m ok. pic.twitter.com/lYGwsmDDAN
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 6, 2024
????? 17 year old @FCBarcelona player Pau Cubarsi, required 10 stitches after this facial injury
— The Football Physio (@TheFootballPhys) November 6, 2024
pic.twitter.com/GnsaZbpwst
Athugasemdir