Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aldrei gengið eins illa hjá Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er núna með 32 stig eftir 16 leiki; 14 stigum frá toppliði Liverpool.

Það lítur ekki út fyrir það að City muni vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.

Pep Guardiola, stjóri City, hefur aldrei byrjað tímabil í efstu deild eins illa. Það er Opta sem segir frá þessu.

Guardiola hefur á stjóraferli sínum verið hjá varaliði Barcelona, aðalliði Barcelona, Bayern München og Manchester City.

Man City hefur núna tapað 16 stigum á tímabilinu, en það er eins mikið og á öllu síðasta tímabili. Mótið er ekki hálfnað.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner