Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 07. desember 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emma Sól lánuð upp um deild (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deildinni því í dag var greint frá því að Emma Sól Aradóttir hefði samið við félagið.

Hún kemur á lánssamningi út tímabilið, kemur frá HK þar sem hún hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil. Hún er fædd árið 2002 og Sumarið 2019 lék hún einn leik með sameiginlegu liði HK/Víkings sem var hennar fyrsti leikur í meistaraflokki.

Emma, sem er hægri bakvörður, lék sautján leiki í sumar og skoraði tvö mörk í Lengjudeildinni.

„Emma sem er 21 ára hefur leikið 60 KSÍ leiki með HK og HK/Víking og skorað í þeim 11 mörk. Hún spilar sem bakvörður og er frábær viðbót við liðið okkar.

Við bjóðum Emmu hjartanlega velkomna til félagsins og hlökkum til að sjá hana spreyta sig á vellinum í appelsínugulu,"
segir í tilkynningu Fylkis.

Fylkir endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og verður því í Bestu deildinni á komandi tímabili.

Komnar
Emma Sól Aradóttir á láni frá HK

Farnar

Samningslausar
Katrín Sara Harðardóttir
Þóra Kristín Hreggviðsdóttir 31.12
Rebekka Rut Harðardóttir 31.12
Eygló Þorsteinsdóttir 31.12
Erna Þurý Fjölvarsdóttir 31.12
Birna Dís Eymundsdóttir 31.12
Berglind Baldursdóttir 31.12
Athugasemdir
banner
banner