Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 07. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Swansea vill aðstoðarmann Postecoglou
Ange Postecoglou gæti misst aðstoðarmann sinn
Ange Postecoglou gæti misst aðstoðarmann sinn
Mynd: Getty Images
Velska félagið Swansea City hefur mikinn áhuga á því að fá Chris Davies, aðstoðarþjálfara Tottenham Hotspur, til að taka við stjórastöðunni. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Davies, sem vinur náið með Ange Postecoglou, er talinn vera á meðal efstu manna á blaði hjá Swansea, sem losaði sig við Michael Duff á dögunum.

Davies spilaði fyrir Walves á yngri árum sínum áður en hann þurfti að hætta vegna meiðsla. Hann vann áður hjá Swansea sem greinandi er Brendan Rodgers stýrði liðinu.

Nathan Jones og John Eustace hafa báðir verið orðaðir við stöðuna, en þeir eru ekki líklegir til að taka við samkvæmt Sky Sports.

Félagið vill fá stjóra sem spilar sóknarsinnaðan pressu fótbolta, svipaðan og liðið spilaði undir Russell Martin og telur félagið að Davies sé rétti maðurinn til að leiða félagið áfram.

Swansea er í 18. sæti ensku B-deildarinnar með aðeins 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner