Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Villa á flugi undir stjórn Emery - Unnið fjórtán heimaleiki í röð
Mynd: Getty Images
Unai Emery hefur gert frábæra hluti með Villa
Unai Emery hefur gert frábæra hluti með Villa
Mynd: EPA
Guardiola segir að Villa geti verið með í titilbaráttunni
Guardiola segir að Villa geti verið með í titilbaráttunni
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Unai Emery var eins og guðsgjöf fyrir Aston Villa er hann var ráðinn stjóri liðsins í nóvember á síðasta ári, en hann hefur gert Villa Park að algeru vígi og stefnir hátt.

Aston Villa sat rétt fyrir ofan fallsæti í lok október á síðasta ári og tók stjórnin til sinna ráða og lét Steven Gerrard taka poka sinn.

Emery var ráðinn til félagsins. Margir efuðust ágæti Emery eftir dvöl hans hjá Arsenal, en sá hefur sannað sig í Birmingham-borg.

Það tók hann smá tíma að finna taktinn með Villa en nú er liðið komið á flug. Það hefur unnið síðustu fjórtán heimaleiki sína í ensku úrvalsdeildinni og nú síðast í gær er það vann verðskuldaðan 1-0 sigur á Englands, bikar og Evrópumeisturum Manchester City.

Ekki nóg með það þá var þetta í fyrsta sinn sem Emery hefur betur gegn landa sínu, Pep Guardiola, á vellinum.

Engin takmörk eru fyrir því sem Villa getur afrekað þó Emery reynir að vera raunsær í viðtölum. Hann er ánægður með að Villa sé á sigurbraut og vonar að það haldi áfram, en vill ekki gera of mikið úr góðu gengi liðsins.

Pep Guardiola sagði í gær að Aston Villa væri alveg líklegt til að vera í titilbaráttunni.

„Já, klárlega. Miðað við hvernig þeir spila og þegar þú ert þarna og sérð líkamlegu getuna, tempó-ið, hraðanna, bekkinn og skipulagið frá Unai Emery. Föstu leikatriðin og háu pressuna í þessari mið-vörn, hversu ótrúlega vel þeir verjast með öftustu fjóra og markvörðinn. Alveg klárt mál,“ sagði Guardiola um mögulega titilbaráttu Villa.

Emery er raunsær og segir að Villa sé að njóta þess að vera í 3. sæti, en vill alls ekki láta draga nafn liðsins í titilbaráttu.

„Við erum ekki í titilbaráttunni. Við erum núna á leik fimmtán og næst spilum við leik sextán gegn Arsenal. Við erum ánægðir með að vera í þriðja sæti en það verður erfitt að halda þessu áfram. Við ætlum samt að reyna að halda þessu á meðan við erum þarna,“ sagði Emery eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner