Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 08. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Milan þarf sigur gegn Roma
Mynd: EPA

Ítalski boltinn er farinn á fullt skrið á ný og eru fimm leikir á dagskrá í dag sem verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.


Fjörið hefst í Salerno þar sem Salernitana tekur á móti Torino í hádegisleiknum.

Spezia og Lecce eigast svo við í mögulegum Íslendingaslag þar sem Mikael Egill Ellertsson er á mála hjá Spezia og Þórir Jóhann Helgason hjá Lecce. Þórir Jóhann er þó að glíma við meiðsli og er ekki í leikmannahópi Lecce.

Lazio og Empoli mætast þá og þurfa heimamenn sigur eftir tvo tapleiki í röð í deildinni. Lærisveinar Maurizio Sarri eru í fimmta sæti, fjórum stigum eftir Inter í fjórða sæti en með leik til góða.

Topplið Napoli heimsækir svo fallbaráttulið Sampdoria og getur komist í sjö stiga forystu á ný með sigri áður en Ítalíumeistarar AC Milan taka á móti AS Roma í stórleik.

Milan er aðeins fimm stigum á eftir Napoli í titilbaráttunni og kemur sér upp í annað sæti deildarinnar með sigri gegn lærisveinum Jose Mourinho.

Leikir dagsins
11:30 Salernitana - Torino
14:00 Spezia - Lecce
14:00 Lazio - Empoli
17:00 Sampdoria - Napoli
19:45 Milan - Roma


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
4 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
10 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
11 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
12 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
16 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
18 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
19 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner