Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 08. janúar 2023 11:20
Aksentije Milisic
Martínez: Rashford getur orðið það sem hann vill - Veltur allt á honum
Leikmenn Man Utd fagna.
Leikmenn Man Utd fagna.
Mynd: EPA
Lisandro.
Lisandro.
Mynd: EPA

Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United, kom inn á í leiknum gegn Everton á föstudagskvöldið í enska bikarnum en það var fyrsti leikurinn hjá Argentínumanninum eftir að hann varð heimsmeistari fyrir áramót.


United vann leikinn með þremur mörkum gegn einu þar sem Marcus Rashford hélt áfram að fara á kostum. Hann lagði upp tvö og skoraði eitt en hann hefur spilað frábærlega hjá United undir stjórn Erik ten Hag.

„Að mínu mati, þá er Rashford ótrúlegur leikmaður. Hann getur orðið það sem hann vill en það veltur allt á honum,” sagði Lisandro um liðsfélaga sinn.

„Hann er sannur atvinnumaður. Hann leggur sig alltaf fram á æfingum og ég reyni alltaf að tala við hann og hjálpa honum ef honum vantar eitthvað.”

„Ég er mjög sammála því sem Casemiro sagði um hann á dögunum. Hann er lykilleikmaður fyrir okkur og er með þessi gæði til þess að breyta leikjum,” sagði Martínez.

Casemiro talaði um Rashford á dögunum og sagði Brassinn þá að það kom honum á óvart hversu öflugur Rashford væri. Hann sagði að Englendingurinn geti orðið einn af fimm bestu leikmönnum heims.

Man Utd mætir Charlton í deildabikarnum í miðri viku og eftir það eru tveir stórleikir gegn Man City og Arsenal í deildarkeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner