Heimild: Stöð 2
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur fengið afskaplega lítinn spiltíma hjá enska C-deildarliðinu Wrexham og allt útlit fyrir að hann yfirgefi félagið þegar stuttum samningi hans lýkur þann 23. janúar.
Sóknarmaðurinn kom til Wrexham á frjálsri sölu í október og kom af bekknum í þremur leikjum í nóvember. Síðan hefur hann að mestu verið geymdur utan hóps hjá liðinu.
Sóknarmaðurinn kom til Wrexham á frjálsri sölu í október og kom af bekknum í þremur leikjum í nóvember. Síðan hefur hann að mestu verið geymdur utan hóps hjá liðinu.
„Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en ég er búinn að vera. Það er bara staðreynd. En ég er þakklátur fyrir að koma hingað og er miklu betri staða en þegar ég var samningslaus," sagði Jón Daði í samtali við fréttir Stöðvar 2.
Jón Daði er 32 ára og segir óvíst hvað taki við næst á hans ferli. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi næsta sumar.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég á báðum áttum, ég er opinn fyrir báðu. Það sem hvetur mig til að koma heim er fjölskyldan aðallega. Maður vill halda áfram úti í atvinnumennsku meðan maður getur og það er smá spurningamerki hjá mér að koma heim. Þetta kemur í ljós seinna í janúar."
Athugasemdir