Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk ósáttur: Átti augljóslega að vera seinna gula
Virgil van Dijk fyrir miðju og Bergvall lengst til hægri
Virgil van Dijk fyrir miðju og Bergvall lengst til hægri
Mynd: EPA

Liverpool tapaði fyrri leiknum gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld á heimavelli Tottenham.


Lucas Bergvall skoraði eina mark leiksins en Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool segir að Bergvall hafi átt að fá rautt spjald fyrir brot á Kostas Tsimikas nokkrum mínútum áður en hann skoraði.

„Mér fannst þetta nokkuð augljóst að hann ætti að fá sitt annað gula spjald. Tilviljun að hann skildi skora sigurmarkið nokkrum mínútum síðar," sagði Van Dijk.

„Svona er þetta. Dómarinn gerði mistök að mínu mati og ég sagði honum það. Hann telur að hann hafi ekki gert það en það var nokkuð augljóst og allir á hliðarlínunni vissu það. Aðstoðardómarinn og fjórði dómarinn var þarna og það er VAR og dómari og hann fékk ekki gult. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan fyrir tapinu en þetta var stórt augnablik í leiknum."


Athugasemdir
banner
banner
banner