Tottenham hefur aðeins unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum en liðið tapaði gegn Bournemouth á útivelli í gær þar sem Antoine Semenyo skoraði sigurmarkið í blálokin í sínum síðasta leik fyrir liðið.
Það var mikill pirringur í leikmönnum Tottenham eftir leikinn en það sást til Micky van de Ven, Pedro Porro og Palhinha að rífast við stuðningsmenn liðsins í stúkunni eftir leikinn.
Það var mikill pirringur í leikmönnum Tottenham eftir leikinn en það sást til Micky van de Ven, Pedro Porro og Palhinha að rífast við stuðningsmenn liðsins í stúkunni eftir leikinn.
Þá gagnrýndi Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, stjórn félagsins í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir leikinn.
„Ég bið stuðningsmenn okkar sem elta okkur út um allt, sem eru alltaf hérna og munu alltaf vera hérna, afsökunar. Við munum halda áfram að berjast og snúa þessu við," skrifaði Romero.
„Það ættu aðrir að stíga upp á svona tímum og tala en þeir gera það ekki, þetta hefur verið svona undanfarin ár. Þeir mæta bara þegar vel gengur og ljúga."
Cristian Romero statement on Instagram.
byu/RSK-Nik insoccer
What a mess. Thomas Frank booed. van de Ven, Porro and Palhinha confronting fans at the full-time whistle.#COYS #THFC pic.twitter.com/3x1Y4pYBBc
— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) January 7, 2026
Athugasemdir





